HAGNAÐUR bandaríska bankans JPMorgan nam 2,4 milljörðum dala, 178 milljörðum króna, á fyrsta ársfjórðungi, helmingi minni en á sama tímabili í fyrra.

HAGNAÐUR bandaríska bankans JPMorgan nam 2,4 milljörðum dala, 178 milljörðum króna, á fyrsta ársfjórðungi, helmingi minni en á sama tímabili í fyrra. Tekjur drógust saman um 9%, en aðalskellurinn er vegna fimm milljarða dala afskrifta á skuldsettum húsnæðisbréfum. Á móti styrktist fjárhagsstaðan við 1,5 milljarða dala sölu JPMorgan á hlut sínum í greiðslukortafyrirtækinu Visa.

Niðurstaðan rímar við væntingar greinenda, skv. FT , og undirstrikar vandræði bandarískra banka vegna lánsfjárkreppunnar, sem er hvergi lokið. Stjórnarformaður bankans fullyrti að hvorki markaðsaðstæður né nýleg yfirtaka á Bear Stearns myndu aftra JPMorgan frá að skoða aðra yfirtökumöguleika.