Ryk Ekki þörf á sérhæfðri ryksugu.
Ryk Ekki þörf á sérhæfðri ryksugu.
Bresk rannsókn hefur leitt í ljós að sérhönnuð tæki og efni, sem eiga að draga úr ryki og jafnframt úr áhrifum rykmaura á asmasjúklinga, hafa afar lítil áhrif. Maurarnir smáu lifa m.a. í ryki sem sest í teppi, rúm og bangsa, en skv.

Bresk rannsókn hefur leitt í ljós að sérhönnuð tæki og efni, sem eiga að draga úr ryki og jafnframt úr áhrifum rykmaura á asmasjúklinga, hafa afar lítil áhrif. Maurarnir smáu lifa m.a. í ryki sem sest í teppi, rúm og bangsa, en skv. rannsóknum duga dýnuhlífar, sérhönnuð hreinsiefni, sérstaklega öflugar ryksugur eða loftsíur skammt til að leysa vandann, segir á vef BBC . Að sögn vísindamannanna er ástæðan sú að magn asmavalda á flestum heimilum er svo mikið að meðferðir sem þessar ná ekki að vinna bug á áhrifunum.

Talsmaður Asthma UK samtakanna í Bretlandi segir niðurstöður rannsóknanna ekki koma á óvart. Samtökin mæli einfaldlega með því að rúmföt asmasjúklinga séu þvegin við háan hita og bangsar verði fjarlægðir úr rúmum til að minnka áhrif ryksins.