Mestu viðskiptin í Kauphöll OMX í gær voru með bréf í Skiptum fyrir 1.077 milljónir króna. Mesta hækkunin var á bréfum í Century Aluminum eða um 4,29%. Bréf í Exista hækkuðu um 2,22% og bréf í Landsbanka Íslands um 2,22%.

Mestu viðskiptin í Kauphöll OMX í gær voru með bréf í Skiptum fyrir 1.077 milljónir króna.

Mesta hækkunin var á bréfum í Century Aluminum eða um 4,29%. Bréf í Exista hækkuðu um 2,22% og bréf í Landsbanka Íslands um 2,22%.

Mesta lækkunin var á bréfum í Straumi-Burðarási, 0,97%. Bréf í Alfesca lækkuðu um 0,90% og bréf í Eimskipafélagi Íslands um 0,65%.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,22% og stóð í 5.244,98 stigum í lok dags.

Íslenska krónan veiktist um 0,23% í gær.

Samnorræna OMX-vísitalan lækkaði um 0,62%. Breska FTSE-vísitalan hækkaði um 2,4% og þýska DAX-vísitalan um 1,8%.