Steinar Sigurjónsson
Steinar Sigurjónsson
STRANDFERÐ eftir Steinar Sigurjónsson er leikrit kvöldsins kl. 22.15 í Útvarpsleikhúsinu á Rás eitt. Sjana og vinir hennar, þeir Manni og Stússi, reika um á jaðri samfélagsins og sjá heiminn í vímu ofskynjana.
STRANDFERÐ eftir Steinar Sigurjónsson er leikrit kvöldsins kl. 22.15 í Útvarpsleikhúsinu á Rás eitt. Sjana og vinir hennar, þeir Manni og Stússi, reika um á jaðri samfélagsins og sjá heiminn í vímu ofskynjana. Á ferð sinni rekast þau á þekktan tónlistarmann og ákveða að fá hann til að horfast í augu við afleiðingar gerða sinna. Þau halda með hann til strandarinnar... Leikendur eru Guðrún S. Gísladóttir, Pétur Einarsson, Stefán Jónsson og Jón Júlíusson. Tónlist er eftir Pétur Grétarsson, Georg Magnússon sá um hljóðvinnslu og Hallmar Sigurðsson leikstýrir.