Hákon Sigurhannsson
Hákon Sigurhannsson
HÁKON Sigurhansson hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra hjá TM Software – heilbrigðislausnum af Hallgrími Jónssyni, sem látið hefur af störfum.
HÁKON Sigurhansson hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra hjá TM Software – heilbrigðislausnum af Hallgrími Jónssyni, sem látið hefur af störfum. Hákon er fæddur árið 1964 og er með MBA-próf frá ESCP-EAP-viðskiptaháskólanum í París frá árinu 2005 og MS-gráðu í rafeindaverkfræði frá Álaborgarháskóla í Danmörku árið 1990. Hann starfaði sem sjálfstæður ráðgjafi frá 2005 og á árunum 2001 til 2004 hjá Trackwell Software sem framkvæmdastjóri þróunar- og rekstrarsviðs og einnig sölu- og vörustjórnunarsviðs. Hákon var yfirmaður upplýsingatæknimála dómsmálaráðuneytisins og undirstofnana þess frá 1996 til 1999 og starfaði þar áður við hugbúnaðargerð hjá Kögun.