— Reuters
GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti og Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fylgjast með þegar Benedikt XVI. páfi kyssir hönd demókratans Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, fyrir framan Hvíta húsið í Washington í gær.

GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti og Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fylgjast með þegar Benedikt XVI. páfi kyssir hönd demókratans Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, fyrir framan Hvíta húsið í Washington í gær.

Mikil eftirvænting ríkti í huga margra kaþólikka eftir því að fá að bera leiðtoga kaþólsku kirkjunnar augum þar sem hann hugðist koma fram á stórum íþróttaleikvangi í borginni í dag en á morgun heldur hann heimsókn sinni áfram með viðkomu í New York.

Áætlað er að um sjötíu milljónir kaþólikka séu búsettar í Bandaríkjunum, eða hátt í fjórðungur íbúafjöldans. Heimsóknin hefur því þá pólitísku hlið að hún getur styrkt tengsl forsetaframbjóðenda repúblikana og demókrata við afar mikilvægan kosningahóp, ásamt því að höfða til trúaðra kjósenda almennt.

Þúsundir manna hafa notað tækifærið og vakið athygli á kynferðislegri misnotkun kaþólskra presta í gegnum tíðina og þótti Benedikt XVI. taka óvenjusterkt til orða í fordæmingu sinni á slíkum brotum.