ÞAÐ eru miklar líkur á því að Páll Gísli Jónsson muni ekki standa í marki ÍA í Landsbankadeildinni í sumar. Páll Gísli meiddist á hægra hné á æfingu liðsins sl. fimmtudag og bendir flest til þess að hann sé með slitið krossband.

ÞAÐ eru miklar líkur á því að Páll Gísli Jónsson muni ekki standa í marki ÍA í Landsbankadeildinni í sumar. Páll Gísli meiddist á hægra hné á æfingu liðsins sl. fimmtudag og bendir flest til þess að hann sé með slitið krossband. Á föstudag mun Páll Gísli fara í myndatöku og eftir þá rannsókn mun hann fá úr því skorið hvort krossbandið sé slitið. Skagamenn hafa nú þegar hafið leit að markverði til þess að fylla skarð Páls Gísla. Þórður Guðjónsson, framkvæmdastjóri rekstrarfélags mfl. félagsins, segir að tveir ungir og efnilegir markverðir séu í leikmannahóp félagsins.

„Trausti Sigurbjörnsson verður 18 ára á þessu ári og Árni Snær Ólafsson er ekki nema 17 ára. Þeir eiga báðir framtíðina fyrir sér en það er ekki raunhæft að ætla þeim að standast það álag sem fylgir því að leika í efstu deild á Íslandi heilt keppnistímabil. Við erum því að leita að markverði,“ sagði Þórður Guðjónsson við Morgunblaðið.