Sjónarspil Palio-veðreiðarnar eru haldnar tvisvar ári, í júlí og ágúst. Þar mætast hestar og knapar 17 hverfa Siena-borgar.
Sjónarspil Palio-veðreiðarnar eru haldnar tvisvar ári, í júlí og ágúst. Þar mætast hestar og knapar 17 hverfa Siena-borgar.
TVÆR heimildarmyndir hollenska kvikmyndaleikstjórans Johns Appel verða sýndar í Hafnarhúsinu í kvöld kl. 20 að viðstöddum leikstjóranum. Myndirnar kallast The Last Victory og The Promised Land .

TVÆR heimildarmyndir hollenska kvikmyndaleikstjórans Johns Appel verða sýndar í Hafnarhúsinu í kvöld kl. 20 að viðstöddum leikstjóranum. Myndirnar kallast The Last Victory og The Promised Land . The Last Victory fjallar um árlegar kappreiðar sem kallast Palio og fara fram á miðbæjartorginu í Siena á Ítalíu. Kappreiðarnar hafa verið stundaðar síðan á miðöldum og endurspegla hugmyndir um samstöðu í hinum ólíku hverfum Siena. Hvert hverfi á sitt eigið tákn og skjaldarmerki með tilheyrandi búningum og fylgihlutum. Í The Promised Land er spurt að því hver beri ábyrgð á því þegar einhver liggur látinn heima hjá sér í lengri tíma án þess að nokkur gefi því gaum? Nágrannar, ættingjar, samfélagið eða enginn? Eftir að hafa lesið dagblaðsgrein um látinn einstakling í heimahúsi ákveður leikstjórinn að grennslast fyrir um viðkomandi. Smám saman kemur í ljós heillandi ævisaga hins látna.

Fyrr um daginn, eða klukkan 12, mun Appel halda opinn fyrirlestur í Hafnarhúsinu um gerð handrita fyrir heimildarmyndir. Báðir viðburðirnir eru öllum opnir og aðgangur ókeypis.

Á laugardaginn mun John Appel svo stýra námskeiði í handritagerð fyrir heimildarmyndir sem sérstaklega er sniðið að fagfólki í geiranum. Skráningu í námskeiðið er lokið.

Þeir sem standa fyrir sýningu myndanna og komu leikstjórans eru Reykjavik Documentary Workshop og Félag kvikmyndagerðarmanna í samstarfi við Íslensku kvikmyndamiðstöðina og hollenska sendiráðið, en viðburðurinn er unninn í samvinnu við Listasafn Reykjavíkur.