Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is FÉLAGSFUNDUR Flugfreyjufélagsins samþykkti í gærkvöldi að samninganefnd félagsins hæfi undirbúning að boðun verkfalls hjá flugfreyjum og -þjónum Icelandair.

Eftir Ásgeir Ingvarsson

asgeiri@mbl.is

FÉLAGSFUNDUR Flugfreyjufélagsins samþykkti í gærkvöldi að samninganefnd félagsins hæfi undirbúning að boðun verkfalls hjá flugfreyjum og -þjónum Icelandair.

Viðræður hafa staðið yfir síðan í nóvember án árangurs þrátt fyrir aðkomu ríkissáttasemjara. Sigrún Jónsdóttir, formaður félagsins, segir biðlund félagsmanna á þrotum.

Í yfirlýsingu frá FFÍ eru félagsmenn eindregið hvattir til „að virða kjarasamningana í verki og njóta frídaganna í faðmi fjölskyldunnar“. Sigrún segir tilgang skilaboðanna að minna félagsmenn á að veita það vinnuframlag sem þeim ber að sinna, í samræmi við vinnuskrár sem gefnar eru út um hver mánaðamót.

Flugmenn vilja semja stutt

Fulltrúar Félags íslenskra atvinnuflugmanna funduðu með fulltrúum Icelandair hjá ríkissáttasemjara í gærmorgun.

Að sögn Örnólfs Jónssonar, formanns samninganefndar flugmanna, var fundurinn stuttur en annar fundur verður í dag.

Segir Örnólfur að flugmenn hafi beðið með að boða verkfall þangað til Icelandair svarar þeim eindregnu tilmælum sáttasemjara að samið verði til skamms tíma, aðeins til eins árs.