Eurobandið Regína Ósk og Friðrik Ómar.
Eurobandið Regína Ósk og Friðrik Ómar.
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.

Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson

jbk@mbl.is

„ÉG horfði á yfir 40 Evróvisjón-myndbönd víðs vegar að úr Evrópu og svo lengst aftur í tímann á Íslandi og reyndi að finna leið sem ekki hefur verið farin áður,“ segir Baldvin Zophoníasson leikstjóri myndbands við lagið „This Is My Life“ með Eurobandinu sem verður frumsýnt á vefnum nova.is á hádegi í dag. „Þetta er svona lambagúllas með bernaise-sósu, þannig myndi ég lýsa þessu myndbandi af því að maður fær sér aldrei lambagúllas með bernaise-sósu,“ útskýrir leikstjórinn, myndbandið sé óhefðbundið og fullt af húmor. „Þarna er til dæmis ákveðin aukapersóna sem kemur inn í þetta dæmi, persóna sem er mikill aðdáandi Eurobandsins.

En þetta er líka markaðssett svolítið fyrir Youtube enda er stærsti markaðurinn fyrir þetta þar. Þannig að í byrjun látum við þetta líta út eins og það sé einhver strákur að búa til sitt eigið myndband heima hjá sér,“ segir Baldvin sem vill að öðru leyti ekkert gefa upp um innihald myndbandsins. Áhugasamir verða því hreinlega að skella sér á nova.is um hádegisbilið í dag.