[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
M argrét Sverrisdóttir var kjörin formaður Kvenréttindafélags Íslands á aðalfundi þess í fyrradag. Fyrir fundinn hafði hins vegar kvisast út að Ásgerður Jóna Flosadóttir hefði mikinn áhuga á þessu embætti.

M argrét Sverrisdóttir var kjörin formaður Kvenréttindafélags Íslands á aðalfundi þess í fyrradag. Fyrir fundinn hafði hins vegar kvisast út að Ásgerður Jóna Flosadóttir hefði mikinn áhuga á þessu embætti. Hafði hún hringt í konur og reynt að fá þær til að mæta á fundinn og kjósa sig. Margrét mun hafa heyrt af þessu og „smalað“ sjálf þannig að „hennar“ konur fylltu nær salinn. Ásgerður mun hafa horfið hljóðlega af vettvangi þegar hún sá samsetninguna í salnum. Það urðu því engin átök hjá kvenréttindakonunum að þessu sinni.

Á rni Snævarr , bróðir Sigríðar Snævarr sendiherra og mágur Kjartans Gunnarssonar , hefur bæst í hóp öflugra bloggara á netinu. Á vefsíðu sinni í gær segist hann oft vera spurður hvort hann ætli ekki í pólitík. „Svar mitt er ævinlega það sama að ég geri það ekki af því ég hafi svo mikinn áhuga á stjórnmálum. Það hefur líka verið komið að máli við mig og skorað á mig að fara í forsetaframboð. En það eru hrein ósannindi að báðir sem það gerðu, séu vangefnir. Bara annar þeirra er vangefinn, hinn var bara blankur og vantaði pening fyrir bjór,“ segir Árni. Pétur Gunnarsson lýsir yfir stuðningi við væntanlegt forsetaframboð Árna.

H ann er fundinn, segir Pétur á vefsíðu sinni og á þar við mótframbjóðanda Ólafs Ragnars . „Það er ljóst að ef Árni Snævarr nær kjöri mun hann ekki sækja Ólympíuleikana í Kína. Það er helsta baráttumálið að forsetinn fari ekki til Kína. Eins og kunnugt er hefur núverandi forseti ekki fengist til þess að lýsa því yfir að hann ætli að hundsa ólympíuleika kínversku alræðisstjórnarinnar. Ég hef hingað til kosið Ólaf Ragnar en það er komið meira en nóg af honum. Hann er búinn að vera þarna í 12 ár og virðist telja alveg sjálfsagt að hann reki eigin utanríkisstefnu sem byggist á dekri við auðmenn og alræðisstjórnir.“

elin@24stundir.is