RANGLEGA var haft eftir íbúa í Kópavogi í frétt á sunnudag að algengt sé að bréfburðarpokar séu skildir eftir í anddyri fjölbýlishúss sem hann býr í.
RANGLEGA var haft eftir íbúa í Kópavogi í frétt á sunnudag að algengt sé að bréfburðarpokar séu skildir eftir í anddyri fjölbýlishúss sem hann býr í. Hið rétta er að íbúinn sagði það hafa verið algengt þar til hann kvartaði yfir því til Póst- og fjarskiptastofnunar. Þá hafi það hætt en svo byrjað að gerast aftur og hafi gerst 1-2 sinnum á þessu ári. Beðist er velvirðingar á því hversu seint þessi leiðrétting birtist.