SAUTJÁN ára stúlka, sem tilkynnti lögreglu að hún hefði orðið fyrir nauðgun á skemmtistað í Reykjanesbæ aðfaranótt sunnudags, tók ákvörðun um að kæra ekki atburðinn í samráði við réttargæslumann.
SAUTJÁN ára stúlka, sem tilkynnti lögreglu að hún hefði orðið fyrir nauðgun á skemmtistað í Reykjanesbæ aðfaranótt sunnudags, tók ákvörðun um að kæra ekki atburðinn í samráði við réttargæslumann. Um leið og tilkynning barst lögreglu fór mál hennar í ákveðinn farveg en ávallt ber að tilnefna réttargæslumann þegar grunur leikur á að framið hafi verið kynferðisbrot og brotaþoli er yngri en 18 ára. Auk þess er lögreglu skylt að tilkynna slík mál barnaverndarnefnd. Skv. upplýsingum sem fengust var öllum reglum fylgt í kjölfar tilkynningarinnar og hlaut stúlkan stuðning og ráðgjöf. Eftir nánari umhugsun og samráð við réttargæslumann komst hún að þeirri niðurstöðu að kæra ekki. Málið hefur verið látið niður falla.