ÚRVALSVÍSITALA kauphallarinnar hækkaði um 1,2% í gær og lauk í tæpum 5.245 stigum. Bréf Exista og Landsbankans hækkuðu mest, um 2,2%, en mest lækkun var á bréfum Nýherja, um 4,8%, og Skipta, um 3,5%.

ÚRVALSVÍSITALA kauphallarinnar hækkaði um 1,2% í gær og lauk í tæpum 5.245 stigum. Bréf Exista og Landsbankans hækkuðu mest, um 2,2%, en mest lækkun var á bréfum Nýherja, um 4,8%, og Skipta, um 3,5%.

Mest var verslað með bréf Skipta og Glitnis, fyrir um milljarð fyrir hvort félag, en hlutabréfavelta var alls um 4,5 milljarðar. Heildarvelta í kauphöllinni nam 21 milljarði.

Gengisvísitala krónunnar var í lok dags 151 stig eftir 0,26 stiga hækkun og veiktist krónan sem því nemur.