Snjókoma í apríl er alls ekki óþekkt hér á landi, en það verður að viðurkennast að undanfarin ár hafa vetur verið einkar hlýir og Íslendingar óvanir að þurfa að skafa af bílrúðum í miðjum aprílmánuði.

Snjókoma í apríl er alls ekki óþekkt hér á landi, en það verður að viðurkennast að undanfarin ár hafa vetur verið einkar hlýir og Íslendingar óvanir að þurfa að skafa af bílrúðum í miðjum aprílmánuði. Útherji heyrði gárungana hafa fundið einfalt svar við þessum óvenjulega snjóþunga: heimsókn Als Gore, fyrrverandi forsetaframbjóðanda, til landsins.

Á netinu er hugtakið Gore-áhrif vel þekkt, en samkvæmt skilgreiningunni er það óvenjulega kalt veðurfar í kjölfar heimsóknar Gores, sem er mikill áhugamaður um hlýnun jarðar.

Gore heimsótti t.a.m. Melbourne í Ástralíu í nóvember 2006, en það er sumartími í þeim heimshluta, og hafði það þau áhrif að krikketspilarar þurftu að flýja velli sína vegna hagléls og foreldrar kipptu börnum sínum úr skóla vegna veðurs. Í janúar 2004 valdi Gore einn kaldasta dag í sögu New York borgar til að ræða um þá hættu sem stafi af hlýnun jarðar, sem hann sagði valda hinum mikla kulda.

Það er vinsæl dægradvöl að gera grín að valdamönnum og þeim sem sækja í sviðsljósið í þeim mæli sem Gore gerir, en að sjálfsögðu eru Gore-áhrifin ekki vísindalega sönnuð. Útherja finnst kenningin bara hljóma svo vel.