* Fyrstu tónleikar Bjarkar Guðmundsdóttur af þrennum í Hammersmith Apollo í London fóru fram á mánudaginn. Troðfullt var út úr dyrum og þóttu tónleikarnir takast með afbrigðum vel, eins og fram kemur í umsögn Árna Matthíassonar hér aftar í blaðinu.
* Fyrstu tónleikar Bjarkar Guðmundsdóttur af þrennum í Hammersmith Apollo í London fóru fram á mánudaginn. Troðfullt var út úr dyrum og þóttu tónleikarnir takast með afbrigðum vel, eins og fram kemur í umsögn Árna Matthíassonar hér aftar í blaðinu. Á meðal þeirra sem fylgdust með tónleikunum voru hjónin Þorkell Jóelsson tónlistarmaður og Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú) en dóttir þeirra er Valdís Þorkelsdóttir trompetleikari sem ásamt níu öðrum blásarastelpum hefur ferðast um allan heim með Björk. Þess má svo geta að blaðamenn tímaritsins Dazed & Confused fengu að fylgjast með baksviðs þegar undirbúningur fyrir tónleikana fór fram og því von á fróðlegri Bjarkar-grein í næsta blaði.