Samninganefnd Icelandair ætlar að svara því á fundi hjá ríkissáttasemjara í dag hvort léð verði máls á því að semja við Félag íslenskra atvinnuflugmanna, FÍA, til skemmri tíma en til 30.

Samninganefnd Icelandair ætlar að svara því á fundi hjá ríkissáttasemjara í dag hvort léð verði máls á því að semja við Félag íslenskra atvinnuflugmanna, FÍA, til skemmri tíma en til 30. nóvember 2010 eins og lagt var upp með, að því er Örnólfur Jónsson, formaður samninganefndar flugmanna, greinir frá.

Flugmenn vilja skammtímasamning fram á næsta vor vegna óvissunnar í þjóðfélaginu. Á félagsfundi FÍA í síðustu viku var lagt til við samninganefnd félagsins að hún hæfi undirbúning að verkfalli flugmanna. ibs