Á þessum degi árið 1998 lést Linda McCartney. Hún var ljósmyndari, tónlistarmaður og baráttumanneskja fyrir dýravernd. Linda giftist Paul McCartney árið 1969. Saman áttu þau þrjú börn og McCartney ættleiddi dóttur hennar, Heather, af fyrra hjónabandi.

Á þessum degi árið 1998 lést Linda McCartney. Hún var ljósmyndari, tónlistarmaður og baráttumanneskja fyrir dýravernd.

Linda giftist Paul McCartney árið 1969. Saman áttu þau þrjú börn og McCartney ættleiddi dóttur hennar, Heather, af fyrra hjónabandi. Auk þess að vera meðlimur í hljómsveitinni Wings skrifaði Linda matreiðslubækur um grænmetisfæði, setti á fót matvælafyrirtæki sem sérhæfði sig í framleiðslu heilsufæðis og gaf út ljósmyndabók með myndum sínum frá sjöunda áratugnum.

Árið 1995 greindist Linda með brjóstakrabbamein og lést 56 ára gömul á búgarði fjölskyldunnar í Arizona.

Í nýlegu viðtali lýsti Paul McCartney henni sem ákaflega jarðbundinni og greindri konu sem hefði aldrei kært sig sérstaklega mikið um athygli.