ORACULAR Spectacular hefst á besta lagi sem ég hef heyrt í ár, „Time to Pretend“.

ORACULAR Spectacular hefst á besta lagi sem ég hef heyrt í ár, „Time to Pretend“. Þar er að finna fáránlega einfalda og grípandi hljóðgervilslínu (en smekklegir hljóðgervlar setja sterkan svip á plötuna), risastórar trommur, málmblástur og síðast en ekki síst unaðslega kaldhæðnislegan texta um rokklífið og þykjustuleikinn sem því fylgir. Ekkert væl – MGMT þekktu það ekki þegar lagið kom fyrst út 2005 – heldur þráðu þeir það og fordæmdu í senn. Rokkið er einfaldlega óumflýjanlegt. Restin af plötunni er líka góð þótt ekkert komist í hálfkvisti við upphafslagið, fönkballöðuna „Electric Feel“ og teknórokkarann „Kids“ en svo taka lögin að slappast.

Atli Bollason