„Við erum enn að reyna að vinna í þessu. Við fáum ekki að fara til Sjanghæ, en Peking er ennþá spurning,“ segir Karlotta Laufey Halldórsdóttir, gítarleikari hljómsveitarinnar Vicky Pollard, um væntanlega Kínaferð.

„Við erum enn að reyna að vinna í þessu. Við fáum ekki að fara til Sjanghæ, en Peking er ennþá spurning,“ segir Karlotta Laufey Halldórsdóttir, gítarleikari hljómsveitarinnar Vicky Pollard, um væntanlega Kínaferð.

Vicky Pollard heldur tónleika á Dillon á morgun til styrktar ferðalaginu, en hljómsveitin á að koma fram á Midi-festival í maí. Hljómsveitirnar We Made God og Jan Mayen koma einnig fram á Dillon og tónleikarnir hefjast klukkan 21.30.

Karlotta efast um að ummæli Bjarkar um Tíbet á tónleikum hennar í Sjanghæ á dögunum séu orsök vandræðanna. „Kínverjar eru með varann á í sambandi viðerlenda listamenn vegna mótmælanna í sambandi við Tíbet og Ólympíuleikana,“ segir Karlotta.