Mikið eftir „Kvenréttindafélagið er búið að vera sterkt félag um langan tíma og komin ákveðin hefð á hlutina,“ segir Margrét Sverrisdóttir en hún var kjörin formaður Kvenréttindafélags Íslands á þriðjudag.

Mikið eftir

„Kvenréttindafélagið er búið að vera sterkt félag um langan tíma og komin ákveðin hefð á hlutina,“ segir Margrét Sverrisdóttir en hún var kjörin formaður Kvenréttindafélags Íslands á þriðjudag.

„Ný könnun sýnir launamun upp á 16%. Fólk verður að fara að trúa því. Það þýðir ekki alltaf að segja að það sé ekki tekið tillit til alls, það er gert og þetta er munurinn. Þetta sýnir að þó að Kvenréttindafélagið sé 100 ára eigum við ótrúlega mikið eftir óunnið.“