Vottun Halldór Jörgensson, Microsoft á Íslandi, afhendir Ragnheiði H. Magnúsdóttur hjá Mentis Software viðurkenninguna.
Vottun Halldór Jörgensson, Microsoft á Íslandi, afhendir Ragnheiði H. Magnúsdóttur hjá Mentis Software viðurkenninguna.
ÍSLENSKA hugbúnaðarfyrirtækið Mentis Software hlaut nýverið vottun frá Microsoft á Íslandi sem „Microsoft Gold Certified Partner“.

ÍSLENSKA hugbúnaðarfyrirtækið Mentis Software hlaut nýverið vottun frá Microsoft á Íslandi sem „Microsoft Gold Certified Partner“. Með því festir Mentis sig í sessi sem eitt þeirra hugbúnaðarfyrirtækja sem búa yfir hvað mestri hæfni og þekkingu á Microsoft-tækni í heiminum í dag, eins og segir í tilkynningu um vottunina.

Mentis Software hefur sérþekkingu á þörfum fjármálafyrirtækja og nýtir sér það við þróun hugbúnaðarlausna og gagnamiðlunar. Fyrirtækið var stofnað árið 1999, er í eigu Teris og starfsmenn þess eru nú 21. Á meðal viðskiptavina fyrirtækisins eru Glitnir, Landsbankinn, Kaupþing, Sparisjóðirnir, Straumur fjárfestingarbanki, VBS fjárfestingarbanki, Icebank og Saga Capital auk fleiri fjármálafyrirtækja á Íslandi.