SJÖTTA hljóðversskífa Supergrass Diamond Hoo Ha hefur farið misjafnlega ofan í menn.

SJÖTTA hljóðversskífa Supergrass Diamond Hoo Ha hefur farið misjafnlega ofan í menn. Sumir saka sveitina um að teygja sig of langt í átt að bandarísku gítarrokki en aðrir segja sveitinni mistakast að hemja sköpunargleðina og af þeim sökum leggist platan á hliðina. Það er óhætt að segja að sköpunargleði einkenni þessa plötu sem og aðrar plötur Supergrass en slík gleði getur að mínu mati aldrei eyðilagt nokkuð. Diamond Hoo Ha fer um víðan völl og tekur á sig ýmsar myndir, fyrsta lagið hefur sterka tilvísun í White Stripes en önnur stef minna mann á lög með Stooges, David Bowie, Boston, Bob Dylan og Lou Reed.

Höskuldur Ólafsson