Kim Lave Nielsen
Kim Lave Nielsen
KIM Lave Nielsen hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Dansupport A/S, sem er dótturfélag Nýherja í Danmörku. Tekur hann við starfinu 1. maí nk.

KIM Lave Nielsen hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Dansupport A/S, sem er dótturfélag Nýherja í Danmörku. Tekur hann við starfinu 1. maí nk. af Þorvaldi Jacobsen, framkvæmdastjóra Kjarnalausna Nýherja, sem gegndi starfi framkvæmdastjóra Dansupport tímabundið.

Nielsen hefur yfir 20 ára reynslu í upplýsingatækniiðnaði og gegndi síðast starfi framkvæmdastjóra hjá upplýsingatæknifyrirtækinu CA Danmark. Þar áður var hann svæðisstjóri yfir Danmörku og Noregi hjá tæknifyrirtækinu Baan Nordic A/S. Þá hefur hann starfað sem framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Scandinavian Tobacco og SAS. Hann hefur ennfremur setið í stjórnum CA Danmark og Baan Nordic A/S. Kim Lave Nielsen lauk viðskiptafræði frá Copenhagen Business School.

Dansupport varð hluti af samstæðu Nýherja árið 2007. Hjá fyrirtækinu starfa nú 46 manns á þremur stöðum; í Kolding, Kaupmannahöfn og Óðinsvéum.