Gordon Brown
Gordon Brown
TUGIR breskra lánveitenda gætu neyðst til að hætta að veita ný lán nema stjórnvöld grípi inn í. Þetta sögðu forsvarsmenn breskra banka á fundi með Gordon Brown forsætisráðherra á þriðjudag.
TUGIR breskra lánveitenda gætu neyðst til að hætta að veita ný lán nema stjórnvöld grípi inn í. Þetta sögðu forsvarsmenn breskra banka á fundi með Gordon Brown forsætisráðherra á þriðjudag. Brown gaf til kynna að slíkt inngrip væri mögulegt ef bankarnir kæmu til móts við þá sem ættu í vandræðum með að fá lán. Slík áætlun er í vinnslu innan breska seðlabankans, og felur í grófum dráttum í sér skipti á húsnæðisbréfum og ríkisskuldabréfum til eins til þriggja ára, samkvæmt heimildum Financial Times . Í gær fundaði Brown svo vestanhafs með bankaleiðtogum á Wall Street, sem og Bush forseta og Ben Bernanke seðlabankastjóra.