ÓLÖF María Jónsdóttir hefur leik í dag á Evrópumótaröð kvenna í golfi eftir langt hlé en mótið sem Ólöf leikur á fer fram á Spáni.

ÓLÖF María Jónsdóttir hefur leik í dag á Evrópumótaröð kvenna í golfi eftir langt hlé en mótið sem Ólöf leikur á fer fram á Spáni. Árið 2005 komst Ólöf María fyrst allra kylfinga frá Íslandi á Evrópumótaröðina í golfi og keppnistímabilið 2004-2005 lék hún á 12 mótum og endaði hún í 105. sæti peningalistans.

Á tímabilinu 2005-2006 náði Ólöf aðeins að leika á 8 mótum en hún varð að hætta keppni undir lok tímabilsins vegna meiðsla á úlnlið. Hún lék ekki á mótaröðinni á síðasta tímabili þar sem hún eignaðist sitt fyrsta barn og vegna veikinda barnsins varð Ólöf að fresta endurkomu sinni á mótaröðina.

Mótið á í dag er því fyrsta atvinnumótið hjá Ólöfu Maríu frá því um miðjan júlí árið 2006. Á því ári náði hún aðeins að komast í gegnum niðurskurðinn á tveimur mótum af alls átta og besti árangur hennar var 37. sæti. Besti árangur hennar á Evrópumótaröðinni er 35. sætið en þeim árangri náði Ólöf árið 2005 á móti Danmörku.