Íslandsmeistarar Lið Þróttar úr Neskaupstað stillir sér upp eftir sigurinn í úrslitaleiknum í gærkvöld. Aftari röð frá vinstri: Apostol Apostolov þjálfari, Miglena Apostolova, Kristín Salín Þórhallsdóttir, Kristina Apostolova, Rannveig Júlía Sigurpálsdóttir. Fremri röð frá vinstri: Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir, Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir, Helena Gunnarsdóttir, Erla Rán Eiríksdóttir og fyrirliðinn Zaharina Filipova. Þróttarkonur eru líka deildarmeistarar og bikarmeistarar 2008.
Íslandsmeistarar Lið Þróttar úr Neskaupstað stillir sér upp eftir sigurinn í úrslitaleiknum í gærkvöld. Aftari röð frá vinstri: Apostol Apostolov þjálfari, Miglena Apostolova, Kristín Salín Þórhallsdóttir, Kristina Apostolova, Rannveig Júlía Sigurpálsdóttir. Fremri röð frá vinstri: Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir, Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir, Helena Gunnarsdóttir, Erla Rán Eiríksdóttir og fyrirliðinn Zaharina Filipova. Þróttarkonur eru líka deildarmeistarar og bikarmeistarar 2008. — Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir
ÞRÓTTARKONUR úr Neskaupstað urðu í gærkvöld Íslandsmeistarar í blaki þegar þær sigruðu Þrótt úr Reykjavík, 3:1, í oddaleik liðanna um titilinn frammi fyrir ríflega 200 áhorfendum í Neskaupstað.

ÞRÓTTARKONUR úr Neskaupstað urðu í gærkvöld Íslandsmeistarar í blaki þegar þær sigruðu Þrótt úr Reykjavík, 3:1, í oddaleik liðanna um titilinn frammi fyrir ríflega 200 áhorfendum í Neskaupstað. Þær kórónuðu með því glæsilegt tímabil þar sem allir titlarnir féllu þeim í skaut. Þróttarkonur urðu einnig deildarmeistarar og bikarmeistarar, auk þess sem lið ársins í kvennaflokki var eingöngu skipað stúlkum úr Þrótti frá Neskaupstað.

Leikurinn í gærkvöld var æsispennandi allan tímann. Austankonur unnu tvær fyrstu hrinurnar á sama hátt, 26:24, en Þróttur úr Reykjavík vann þriðju hrinuna, 25:19, og staðan var þá 2:1 fyrir heimaliðið. Allt stefndi í að þær reykvísku væru að tryggja sér oddahrinu því þær voru komnar í 24:20 í fjórðu hrinu. Norðfirðingar jöfnuðu metin, 24:24, og tryggðu sér að lokum sigur í hrinunni, 28:26, og þar með Íslandsmeistaratitilinn.