Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks segjast allir sem einn ekki vita hvers konar fyrirtæki styrktu síðustu prófkjörsbaráttu þeirra, enda hafi þeir skipað nefnd til að afla sér fjár til að geta staðið í baráttunni.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks segjast allir sem einn ekki vita hvers konar fyrirtæki styrktu síðustu prófkjörsbaráttu þeirra, enda hafi þeir skipað nefnd til að afla sér fjár til að geta staðið í baráttunni.

Þetta kemur fram í svörum borgarfulltrúa við fyrirspurn 24 stunda um hvort þeir hafi þegið styrki frá byggingarfélögum, verktökum, verkfræðistofum og arkitektastofum vegna prófkjörs fyrir kosningarnar 2006.

Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokks, segist hafa þegið styrki frá fyrirtækjum úr áðurnefndum geirum til að fjármagna prófkjör fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. Hann vildi þó ekki gefa upp nöfn þeirra, til að draga þau ekki inn í pólitíska umræðu.

Dagur gefur ekki upp

Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingar, vildi ekki gefa upplýsingar um hverjir hafi styrkt síðasta prófkjör hans, þar sem það átti sér stað fyrir daga laga um fjármál stjórnmálaflokka og ekki sé hefð fyrir slíkri upplýsingagjöf.

Aðrir borgarfulltrúar Samfylkingar segjast ekki hafa þegið fé frá umræddum fyrirtækjum og sama gildir um báða borgarfulltrúa Vinstri grænna.

Samkvæmt lögum um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda frá því í desember 2006 skulu frambjóðendur tilkynna Ríkisendurskoðun um nöfn allra lögaðila sem veita framlög til kosningabaráttu þeirra. Hámarksstyrkur er 300 þúsund krónur.

hlynur@24stundir.is