[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
* Fréttablaðið sagði frá því í gær að Birgir Örn Steinarsson myndi taka við starfi Atla Fannars Bjarkarsonar á 24 stundum, og hafa þar með yfirumsjón með dægurmenningu. Áður hefur það svo komið fram að Atli sé að ganga inn í starf Birgis á Monitor.
* Fréttablaðið sagði frá því í gær að Birgir Örn Steinarsson myndi taka við starfi Atla Fannars Bjarkarsonar á 24 stundum, og hafa þar með yfirumsjón með dægurmenningu. Áður hefur það svo komið fram að Atli sé að ganga inn í starf Birgis á Monitor. Fullkomin sætaskipti semsagt. Sæmilega traustar heimildir eru fyrir því að þeir félagar ætli að taka þennan dans sinn enn lengra. Birgir mun því taka við söngvarastöðu Atla í hljómsveitinni Haltri hóru og hefja textagerðina þar á annað plan en Atli tekur við stjórninni í Maus og setur eilítinn ræflarokksbrag á popprokk hennar. Þetta segja gárungarnir a.m.k.