BRANDARI dagsins í dag getur verið snilldarhugmynd morgundagsins, ef marka má frétt á vef BBC. Aðdáendur Dilbert teiknimyndaseríunnar, sem birtist jú á síðum Viðskiptablaðs Morgunblaðsins, muna e.t.v.

BRANDARI dagsins í dag getur verið snilldarhugmynd morgundagsins, ef marka má frétt á vef BBC. Aðdáendur Dilbert teiknimyndaseríunnar, sem birtist jú á síðum Viðskiptablaðs Morgunblaðsins, muna e.t.v. eftir brandara þar sem ólukkudýrinu Wally er falið að þróa leiðir til að flytja stafrænar upplýsingar um skólpleiðslur stórborga.

Nú er breska samskiptaeftirlitsstofnunin Ofcom að rannsaka hvort möguleiki sé á að leiða ljósleiðara um skólpleiðslur og aðrar niðurgrafnar pípur í Bretlandi.

Frakkar hafa nú þegar nýtt sér svipaða tækni til að leiða ljósleiðara inn í þarlend hús og heimili, en því þykir fylgja töluverð hagræðing að þurfa ekki að grafa fyrir nýjum ljósleiðurum, heldur að geta leitt þá eftir leiðslum sem þegar eru fyrir hendi. Ofcom vonast til að þrjár milljónir nýrra heimila verði reist, ljósleiðaratengt, fyrir árið 2020.