Forritun Ágúst Einarsson, forstjóri TM Software, t.h., afhendir Kára Hreinssyni, nemanda við Háskóla Íslands, verðlaunin fyrir fyrsta sætið.
Forritun Ágúst Einarsson, forstjóri TM Software, t.h., afhendir Kára Hreinssyni, nemanda við Háskóla Íslands, verðlaunin fyrir fyrsta sætið.
FORRITUNARKEPPNI TM Software árið 2008 var haldin á dögunum á meðal nemenda í háskólanámi. Forritunarkeppnin fór fram á vefnum og höfðu þátttakendur viku til að forrita lausn og skila inn.

FORRITUNARKEPPNI TM Software árið 2008 var haldin á dögunum á meðal nemenda í háskólanámi. Forritunarkeppnin fór fram á vefnum og höfðu þátttakendur viku til að forrita lausn og skila inn.

Í tilkynningu segir að þrautin hafi verið nokkuð strembin en af 42 nemendum sem skráðu sig til leiks skiluðu aðeins 12 inn lausn.

Í boði voru 150 þúsund krónur fyrir fyrsta sætið, 100 þúsund fyrir annað sætið, 50 þúsund fyrir bronsið. Kári Hreinsson, nemandi við Háskóla Íslands, varð hlutskarpastur, Sigurður Jónsson, samnemandi hans, varð í öðru sæti og Guðmundur Bjarni Ólafsson, sem er við nám í Tækniháskólanum í Danmörku, varð þriðji.

Flestir sem skráðu sig til leiks voru frá Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík og Háskólanum á Akureyri en ef tekið er mið af því að nemendur séu við nám í tölvunarfræði þá tóku 30% nemenda við Háskólann á Akureyri þátt, 16% nemenda við Háskóla Íslands og 8% nemenda við Háskólann í Reykjavík.