Áætlað er að Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar áskotnist nýr slökkvibíll næsta haust, en samningar voru undirritaðir í vikunni. „Við erum að hoppa einhverja áratugi fram í tímann frá þeim búnaði sem við höfum haft,“ segir Gísli S.

Áætlað er að Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar áskotnist nýr slökkvibíll næsta haust, en samningar voru undirritaðir í vikunni.

„Við erum að hoppa einhverja áratugi fram í tímann frá þeim búnaði sem við höfum haft,“ segir Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri á Akranesi. „Bíllinn er margfalt afkastameiri en gömlu bílarnir okkar auk þess að vera bæði liprari og minni. Einnig er í honum allur búnaður sem þarf, t.d. klippur,“ segir Gísli.

Bíllinn kostar 26 milljónir og greiðir Akraneskaupstaður um 75%. þkþ