„Okkur hafa borist ábendingar um einelti með myndavélarsímum á þessum stöðum þar sem þeir fullorðnu sjá ekki til, á salernum og í sturtuklefum þar sem þolandinn er hvað mest berskjaldaður,“ segir Björk Einisdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis...

„Okkur hafa borist ábendingar um einelti með myndavélarsímum á þessum stöðum þar sem þeir fullorðnu sjá ekki til, á salernum og í sturtuklefum þar sem þolandinn er hvað mest berskjaldaður,“ segir Björk Einisdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla.

„Við hvetjum skólayfirvöld til að fylgjast vel með hvað gerist á þessum stöðum og sömuleiðis foreldra til að ræða við börnin sín um alvarleika þessara mála.“

Björk telur að víða þurfi að huga betur að aðstöðu nemenda í skólum landsins til að gæta þess að þeir verði ekki fyrir einelti á stöðum eins og salernum. „Grunnskólalögin kveða á um að skólahúsnæðið skuli vera öruggt og það gildir það sama um þessi mál.“ aegir@24stundir.is