Neyð Flestir Kúbverjar lifa í sárri fátækt og búa við lítið ferðafrelsi.
Neyð Flestir Kúbverjar lifa í sárri fátækt og búa við lítið ferðafrelsi. — Reuters
Havana. AFP. | Kúbversk stjórnvöld hafa nú til umræðu tillögu sem felur í sér breytingar á ströngum ferðatakmörkunum þegnanna sem þurfa að greiða himinhátt verð fyrir leyfi til að ferðast til og frá Kúbu.

Havana. AFP. | Kúbversk stjórnvöld hafa nú til umræðu tillögu sem felur í sér breytingar á ströngum ferðatakmörkunum þegnanna sem þurfa að greiða himinhátt verð fyrir leyfi til að ferðast til og frá Kúbu.

Þúsundir Kúbverja sem hafa reynt að flýja til Bandaríkjanna í gegnum árin hafa týnt lífi á leiðinni, en þeir sem þangað koma hafa sjálfkrafa fengið dvalarleyfi.

Gjaldið sem Kúbustjórn hefur krafið þegna sína fyrir ferðaleyfi nemur hundruð Bandaríkjadölum, í landi þar sem mánaðarlaun flestra eru undir 20 dölum og hefur því verið lýst sem ígildi ferðabanns.

Felur tillagan einnig í sér aukið svigrúm fyrir Kúbverja sem búa erlendis til að fjárfesta á Kúbu. Fyrrum diplómatinn Pedro Riera Escalante á frumkvæðið að tillögunni og er hann bjartsýnn um jákvæð viðbrögð stjórnar Raul Castro.