Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 4,7 milljörðum króna í janúar samanborið við 5,8 milljarða í janúar 2007, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni. Aflaverðmæti hefur dregist saman um 1,1 milljarð eða 18,3%.

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 4,7 milljörðum króna í janúar samanborið við 5,8 milljarða í janúar 2007, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni. Aflaverðmæti hefur dregist saman um 1,1 milljarð eða 18,3%. Aflaverðmæti botnfisks var 3,7 milljarðar en var 4,6 milljarðar í janúar 2007 og er samdrátturinn því 18,7%. Verðmæti þorskafla var 1,9 milljarðar og var það samdráttur um 25,1%. Aflaverðmæti ýsu nam 1,1 milljarði, sem er 11,9% aukning.

mbl.is