Hrefnuveiðimenn undirbúa nú veiðar í sumar.
Hrefnuveiðimenn undirbúa nú veiðar í sumar. Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri Félags hrefnuveiðimanna, segir að ekki sé búið að gefa út kvóta en fram hafi komið opinberlega hjá sjávarútvegsráðherra að ekki verði staðið í vegi fyrir hrefnuveiðum fyrir innanlandsmarkað. Í fyrra voru veiddar 45 hrefnur, þar af 39 vegna vísindaverkefnis Hafrannsóknastofnunar og 6 í atvinnuskyni.