„ÉG TILKYNNTI þeim þá að ég myndi fara með pokann á lögreglustöðina [...] og þeir gætu sótt hann þangað,“ segir Erlendur Á.

„ÉG TILKYNNTI þeim þá að ég myndi fara með pokann á lögreglustöðina [...] og þeir gætu sótt hann þangað,“ segir Erlendur Á. Garðarsson, íbúi á Seltjarnarnesi, en hann fann póstburðarpoka í reiðileysi við heimili sitt í gær og hafði samband við Íslandspóst til að láta vita af fundinum. Þar fannst honum málinu sýnt tómlæti.

Skammt er liðið síðan greiðslukort hvarf úr póstpoka og var í kjölfarið tekið út af kortinu. Eftir því sem næst verður komist er Glitnir útgefandi umrædds korts og Már Másson, forstöðumaður kynningarmála, segir að í framhaldinu verði rætt við póstinn um verkferlana. „Við þurfum auðvitað að lágmarka áhættuna á því að svona gerist aftur,“ segir Már.

Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts, gerði í gær athugasemd við umfjöllun Morgunblaðsins um póstpoka á víðavangi undanfarið. Hann segir að ef tilkynningar berist um póstpoka í reiðileysi sé pokinn sóttur og farið í saumana á því hverju sæti. | 4