[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Kvikmyndir traustis@24stundir.is Heimildarmyndin Lake of Fire fjallar um eitt eldfimasta málefni samtímans; fóstureyðingar.

Kvikmyndir traustis@24stundir.is

Heimildarmyndin Lake of Fire fjallar um eitt eldfimasta málefni samtímans; fóstureyðingar. Í fyrri hlutanum er fylgst með þeim sem heitast berjast gegn fóstureyðingum, en það eru gjarnan kristilegir öfgahópar, sem segja fóstureyðingar ekkert annað en barnamorð. Seinni helmingur myndarinnar er tileinkaður þeim sem eru fylgjandi fóstureyðingum og þeirra rök dregin fram.

Áhrifarík en einfeldningsleg

Það eru minnst tvær hliðar á öllum málum. Hvað fóstureyðingar snertir eru þær líklegast fleiri en tvær. Fróðlegustu hlutar myndarinnar eru innskot með rökum þekktra heimspekinga á borð við Noam Chomsky, sem gaf myndinni aukna dýpt. Hins vegar hefði myndin getað státað af fleiri tölulegum staðreyndum um málefnið með skemmtilegri framsetningu, í anda Michaels Moore, sem hefði gefið henni enn meiri dýpt. (Svo framarlega sem staðreyndirnar hefðu verið réttar). Mest sláandi hljóta þó að teljast atriðin um eyðingu raunverulegra fóstra, sem ávallt er óþægileg sjón, sama hvaða sjónarmið maður styður. Þá er það til góðs að myndin er í svarthvítu, sem slær aðeins á óþægindin. Annars er þetta flott mynd sem fólk á barneignaraldri ætti ekki að missa af.