Seðlabankinn
Seðlabankinn
SEX mánaða innistæðubréf fyrir 25 milljarða króna buðust í gær til sölu hjá Seðlabankanum. Eftirspurnin var rúmlega þreföld á við framboðið og nam 87,7 ma.kr. Bréfin verða rafrænt skráð með breytilegum vöxtum sem eru fastir viku í senn.

SEX mánaða innistæðubréf fyrir 25 milljarða króna buðust í gær til sölu hjá Seðlabankanum. Eftirspurnin var rúmlega þreföld á við framboðið og nam 87,7 ma.kr. Bréfin verða rafrænt skráð með breytilegum vöxtum sem eru fastir viku í senn. Í síðustu viku seldist upp 50 ma.kr. virði slíkra bréfa, svo ljóst er að mikill áhugi er á íslenskum vöxtum.

Í dag fer fram útboð á óverðtryggðum ríkisbréfum, RIKB 19 0226, sem er lengsti ríkisbréfaflokkurinn og ber 8,75% vexti. Fjárhæð útboðsins verður 10 ma.kr. að nafnverði, en sams konar útboð fór áður fram í lok mars.