Harðir á strippinu“ var fyrirsögn á forsíðu 24 stunda í fyrradag, en fréttin var um karlakvöld hestamannafélags þar sem nektardans var meðal atriða. Kristján Bersi Ólafsson orti: Hestamenn harðir á strippinu hugsa einlægt með typpinu.

Harðir á strippinu“ var fyrirsögn á forsíðu 24 stunda í fyrradag, en fréttin var um karlakvöld hestamannafélags þar sem nektardans var meðal atriða. Kristján Bersi Ólafsson orti:

Hestamenn harðir á strippinu

hugsa einlægt með typpinu.

Í reiðskjóta spá

og reyna að ná

tökum á vakrasta trippinu.

Í Hrunamannahreppi er gefið út fréttablað sem nefnist Pési og er sveitarstjórinn Ísólfur Gylfi Pálmason ritstjóri og ábyrgðarmaður. Í nýjasta Pésa er sagt frá því að minkur sást undir sólpallinum hjá sveitarstjóranum. Síðan segir orðrétt: „Gárungarnir töldu þó að vel færi á því að vera með mink undir sólpallinum og pólitískan ref í húsinu.“ Jóhannesi frá Syðra-Langholti kom í hug vorstemning á Flúðum:

Í Flúðaþorpi ríkir ró og friður

úr runnum heyrist lágvær þrastakliður.

Minkur undir sólpallinum sefur,

situr uppi pólitískur refur.

pebl@mbl.is