KÍNVERSK yfirvöld hafa staðið í ýmsu til að Ólympíuleikarnir í sumar megi verða sem glæsilegastir. Reynt hefur verið að tugta íbúa Beijing til með skipulögðu átaki sem á að vinna gegn ósiðum eins og þeim að troðast í röðum eða að spýta á götur.

KÍNVERSK yfirvöld hafa staðið í ýmsu til að Ólympíuleikarnir í sumar megi verða sem glæsilegastir. Reynt hefur verið að tugta íbúa Beijing til með skipulögðu átaki sem á að vinna gegn ósiðum eins og þeim að troðast í röðum eða að spýta á götur. Betlarar hafa einnig verið fjarlægðir af stærstu götum borgarinnar. Byggingaframkvæmdir verða stöðvaðar í tæka tíð til að létta á mengun og silfurjoði skotið upp í himininn til að tryggja að hann verði heiðskír.

Sá álitshnekkir, sem Kínverjar hafa beðið vegna framferðis þeirra í Tíbet, hefur þó sett svo stórt strik í reikninginn að sögn AFP -fréttastofunnar, að yfirvöld leita nú að erlendu almannatengslafyrirtæki til að aðstoða við að hressa upp á ímyndina.