ÞEGAR tveir meistarar koma saman verður útkoman ... ja stundum hræðileg. Tveir plúsar verða einn stór mínus. Stundum er útkoman þó þveröfug, þar sem tveir hæfileikamenn eggja hvor annan áfram til glæstra verka.

ÞEGAR tveir meistarar koma saman verður útkoman ... ja stundum hræðileg. Tveir plúsar verða einn stór mínus. Stundum er útkoman þó þveröfug, þar sem tveir hæfileikamenn eggja hvor annan áfram til glæstra verka. Þannig var með fyrstu plötu Raconteurs, Broken Boy Soldiers (2006) en sveitin er samstarfsverkefni Brendan Benson og Jack White. Önnur plata sveitarinnar fylgir svipuðum formerkjum en stendur þó ekki eins fast í manni og fyrri platan. Þetta er meira af því sama, og það er sosum ekki slæmt, en nýjabrumið er eðlilega farið. Tvö lög standa út úr, hin frábæru „You Don't Understand Me“ og „Many Shades of Black“.

Arnar Eggert Thoroddsen