Arash Mokhtari
Arash Mokhtari
RÁÐSTEFNA um umfjöllun fjölmiðla um innflytjendur og afbrot verður haldin í Salnum, Kópavogi, föstudaginn 18. apríl kl. 13–17.45.

RÁÐSTEFNA um umfjöllun fjölmiðla um innflytjendur og afbrot verður haldin í Salnum, Kópavogi, föstudaginn 18. apríl kl. 13–17.45.

Alþjóðahús, Félags- og trygginga-málaráðuneytið, Fjölmenningarsetur, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, Blaðamannafélag Íslands og Kópavogsbær standa að ráðstefnunni og er markmiðið að opna umræðuna meðal hlutaðeigandi. Fundarstjóri er Birgir Guðmundsson, lektor í fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri.

Dagskráin hefst með setningu ráðstefnunnar og ávarpi Jóhönnu Sigurðardóttur félags- og tryggingamálaráðherra. Þá taka við framsögur þar sem tölulegar upplýsingar um afbrot verða kynnt og fjallað verður um afbrot, staðalmyndir og innflytendur. Sjónarhorn blaðamanna koma fram og kynnt verður samantekt fjölmiðlaumræðu um innflytjendur. Erindi flytja Rannveig Þórisdóttir, Helgi Gunnlaugsson, Rúnar Pálmason og Magnús Heimisson. Gestafyrirlesari ráðstefnunnar er Arash Mokhtari, verkefnisstjóri hjá Quick Response í Svíþjóð.

Að loknum erindum taka við málstofur. Annars vegar um umræðu meðal almennings og á bloggi og hins vegar um formlega upplýsingagjöf. Í lok dagskrár verða svo pallborðsumræður með þátttöku Dane Magnússon, formanns Félags antirasista, Þorbjörns Broddasonar, prófessors við HÍ, Stefáns Eiríkssonar lögreglustjóra og Jóns Kaldal, ritstjóra Fréttablaðsins.

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna og skráningu er að finna á heimasíðu Alþjóðahúss, www.ahus.is