Atvinnuleysi Minna meðal kvenna en karla en karlar vinna þó meira.
Atvinnuleysi Minna meðal kvenna en karla en karlar vinna þó meira.
ATVINNULEYSI á fyrsta fjórðungi ársins mældist 2,3%, samanborið við 2,0% á sama tímabili í fyrra. Það eru 4.200 einstaklingar. Mest var atvinnuleysið meðal fólks á aldrinum 16-24 ára, þ.e. 6,5%.

ATVINNULEYSI á fyrsta fjórðungi ársins mældist 2,3%, samanborið við 2,0% á sama tímabili í fyrra. Það eru 4.200 einstaklingar. Mest var atvinnuleysið meðal fólks á aldrinum 16-24 ára, þ.e. 6,5%. Af körlum voru 2,5% atvinnulausir en 2,2% kvenna, samkvæmt vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar.

Á fjórðungnum voru 174.000 manns starfandi, sem er 1.200 manna fjölgun milli ára og jafngildir 81% atvinnuþátttöku. Meðalfjöldi vinnustunda dróst lítillega saman og var nú 40,8 klukkustundir á viku, 45,5 hjá körlum en 35,1 hjá konum.

Atvinnulausir teljast þeir sem leita að vinnu og geta hafið störf innan tveggja vikna eða hafa fengið vinnu sem hefst innan þriggja mánaða, en hafa ekki atvinnu í viðmiðunarviku könnunarinnar.

Greiningardeild Kaupþings spáir að atvinnulausum fjölgi brátt í takt við minnkandi umsvif í hagkerfinu.