GREININGARDEILD Kaupþings banka spáir því að vísitala neysluverðs í apríl hækki um 1,7% frá fyrra mánuði. Gangi spáin eftir mun tólf mánaða verðbólga mælast í kringum 10%, samanborið við 8,7% verðbólgu í mars.

GREININGARDEILD Kaupþings banka spáir því að vísitala neysluverðs í apríl hækki um 1,7% frá fyrra mánuði. Gangi spáin eftir mun tólf mánaða verðbólga mælast í kringum 10%, samanborið við 8,7% verðbólgu í mars.

Í verðbólguspá Kaupþings, sem birt var í gær, segir að svipaðir þættir drífi verðbólguna áfram og í síðasta mánuði; veiking krónu og verðhækkun á eldsneyti og hrávöru. Þá segir í spánni að gengisveikingu krónunnar nú virðist svipa til þess sem gerðist í síðustu niðursveiflu, 2001-2002. Áhrif á verðbólgu komi fram með snöggum hætti en fjari hratt út á þremur mánuðum eftir gengisveikingu.