FYRR á þessu ári samþykkti bandaríska þingið áætlun George W. Bush, forseta landsins, sem átti að hleypa nýju lífi í efnahag Bandaríkjanna, m.a. með því að greiða bandarískum skattgreiðendum hluta af greiddum skatti til baka.

FYRR á þessu ári samþykkti bandaríska þingið áætlun George W. Bush, forseta landsins, sem átti að hleypa nýju lífi í efnahag Bandaríkjanna, m.a. með því að greiða bandarískum skattgreiðendum hluta af greiddum skatti til baka. Var hugsunin sú að fólk myndi stökkva út í búð, með ávísanir í hendi, og halda efnahagnum á floti með kaupgleði sinni, en svipaður endurgreiðslupakki var reyndur árið 2001 með ágætum árangri.

Bandaríska blaðið USA Today greinir hins vegar frá því að samkvæmt skoðanakönnun muni aðeins 21% Bandaríkjamanna nota endurgreiðsluna í verslunum. Mikill meirihluti fólks ætlar aftur á móti að nota hana til að greiða niður skuldir eða hreinlega að leggja hana fyrir. Það er því ekki víst að endurgreiðslan nú muni hafa sömu áhrif og pakkinn frá 2001 er sagður hafa haft.