Magnús Árni Magnússon
Magnús Árni Magnússon
MAGNÚS Árni Magnússon hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri klasaskapandi greina hjá Keili, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs, á gamla varnarsvæðinu.

MAGNÚS Árni Magnússon hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri klasaskapandi greina hjá Keili, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs, á gamla varnarsvæðinu.

Magnús Árni hefur undanfarin ár starfað hjá Capacent-ráðgjöf en áður var hann aðstoðarrektor Viðskiptaháskólans á Bifröst 2001-2006. Magnús var jafnframt deildarforseti viðskiptadeildar háskólans frá árinu 2003 til ársins 2005 þegar hann tók við sem deildarforseti nýstofnaðrar félagsvísinda- og hagfræðideildar skólans.

Magnús Árni er M.Phil í Evrópufræðum frá University of Cambridge 2001, MA í hagfræði frá University of San Francisco 1998, BA í heimspeki frá HÍ 1997. Magnús Árni er kvæntur Sigríði Björk Jónsdóttur og eiga þau þrjú börn.