Skrift Mun það brátt heyra til gamla tímanum að hafa fallega hönd?
Skrift Mun það brátt heyra til gamla tímanum að hafa fallega hönd? — Morgunblaðið/Golli
„ÞEGAR ég fer yfir verkefni sem nemendur hafa skrifað eigin hendi liggur við að ég fái yfir höfuðið,“ segir Niels Egelund, prófessor í uppeldisfræðum við Danmarks Pædaogiske Universitet.

„ÞEGAR ég fer yfir verkefni sem nemendur hafa skrifað eigin hendi liggur við að ég fái yfir höfuðið,“ segir Niels Egelund, prófessor í uppeldisfræðum við Danmarks Pædaogiske Universitet.

Egelund og aðrir danskir uppeldisfræðingar segja að tölvan og sms-skilaboðin séu á góðri leið með að gera ungt fólk óskrifandi.

„Það er varla hægt að lesa párið frá þeim. Ég er ekki að segja að skriftarkunnáttan sé að deyja út en hún er á útleið sem persónuleg tjáning,“ segir Egelund og Mette Teglers í félagi danskra móðurmálskennara og Elisabeth Arnbak, sem stundað hefur rannsóknir á lestrarerfiðleikum, eru sammála.

Arnbak segir að þegar dregið sé til stafs eigi hreyfing handarinnar sinn þátt í að festa í minninu hljóðgildi stafsins. Nú skorti á þessa tengingu og það geri þeim, sem eiga í örðugleikum, til dæmis vegna lesblindu, enn erfiðara fyrir en ella.