Haustferð til Glasgow ÍT ferðir bjóða upp á skemmtiferð til Glasgow 9.-11. september í haust. Gist verður á hóteli í miðborg Glasgow þaðan sem sækja má ýmiss konar dægrastyttingu, s.s.

Haustferð til Glasgow

ÍT ferðir bjóða upp á skemmtiferð til Glasgow 9.-11. september í haust. Gist verður á hóteli í miðborg Glasgow þaðan sem sækja má ýmiss konar dægrastyttingu, s.s. golf og verslun, heimsækja Edinborg eða viskíbrugghús svo eitthvað sé nefnt.

ÍT ferðir, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, sími: 588 9900, www.itferdir.is. Netfang: hopar@itferdir.is

Á slóðum Sama og hreindýra

5.-12. september mun Trex-Hópferðamiðstöðin efna til ferðar til Lapplands og Norður-Noregs. Gist verður í Helsinki, Ivalo og Hammerfest og m.a. farið í skoðunarferð um helstu merkisstaði Helsinki, siglt á Inarivatninu, farið til Nordkap, bæjarins Alta og ekið um slóðir Sama og hreindýra í hjarta Lapplands. Fararstjóri er Kristján M. Baldursson.

TREX-Hópferðamiðstöð, Hesthálsi 10, sími: 587 6000, www.trex.is Netfang: info@trex.is

Í Marokkó og á Kanaríeyjum

Fjallgöngur á framandi slóðum er þema síðustu ferðakynningu Íslenskra Fjallaleiðsögumanna í vetur sem verður í kvöld klukkan 20. Sem fyrr verður kynningin í höfuðstöðvum fyrirtækisins að Vagnhöfða 7. Sagt verður frá göngu á Toubkal í Marokkó og á hæsta fjall Spánar, El Teide á Tenerife.