„Ég hélt að þetta væri orðið hallærislegt í dag, ég hélt að það væri tilfinningin.

„Ég hélt að þetta væri orðið hallærislegt í dag, ég hélt að það væri tilfinningin. Ég leyfi mér að trúa því að þetta séu leifar af fortíðinni,“ segir Ólafur Rafnsson, forseti Íþróttasambands Íslands, um nektardans á karlakvöldi sem félagar í Hestamannafélaginu Herði héldu síðastliðna helgi og 24 stundir sögðu frá á þriðjudag.

„Þeir verða að svara fyrir þetta sjálfir en mér finnst þetta ekki til fyrirmyndar og þetta er íþróttahreyfingunni ekki þóknanlegt undir merkjum hennar,“ segir hann en tekur að öðru leyti undir orð Líneyjar og Stefáns á þriðjudag.